Persónusköpun |
Veldu tvær persónur af eftirfarandi lista eða aðrar sem þú skapar sjálf/sjálfur og skrifaðu senu þar sem þær koma við sögu.
- Látbragðsleikari
- Útfararstjóri
- Keppandi í fegurðarsamkeppni
- Sjúklingur sem þjáist af minnisleysi
- Eigandi gæludýrabúðar
- Hljóðfærasmiður
- Sorphirðumaður
Persónusköpun |
Samkvæmt Íslenskri orðabók er kækur
óvani, afbrigðilegur ávani einstaklings í látbragði, hreyfingum, svipbrigðum (þ.e. fettur), raddbeitingu eða jafnvel orðalag.
Skrifaðu persónulýsingu. Umrædd persóna á að hafa einhvern kæk.
Persónusköpun |
Skrifaðu lista yfir mögulegar ástæður sambandsslita. Veldu eina ástæðu af listanum og skrifaðu um parið þegar það er að slíta sambandinu.
Persónusköpun |
Persónan í sögunni þinni fékk sér aðeins of mikið neðan í því. Hún rankar við sér __________________ (ljúktu við málsgreinina). Hvað gerist svo?
Persónusköpun |
Skrifaðu um persónu sem er í óvenjulegu starfi. Byrjaðu á því að skrifa lista yfir tíu störf sem þú myndir flokka sem dæmafá. Svo skaltu velja eitt af listanum og segja frá persónu sem hefur það að atvinnu.