Afrek

Afrek

Skrifaðu lista yfir afrek þín. Dragðu hvergi af þér, hafðu þrjátíu afrek á listanum. Hér er dæmi um eitt: „Ég fór ekki öfugu megin fram úr í morgun!“

Ör

Ör

Ertu með ör einhvers staðar? Skrifaðu um minningar sem tengjast því. (Ef þú hefur aldrei fengið ör gætir þú skapað persónu sem hefur lent í því).

Dauður hlutur

Dauður hlutur

Skrifaðu óð til hlutar sem þú gætir ekki verið án. Þú gætir t.d. lofsamað símann þinn eða skrifað óð til uppáhalds peysunnar þinnar.

Eftirsjá

Eftirsjá

Rifjaðu upp eitthvað sem þú sérð eftir. Skrifaðu um atburðinn en breyttu þeim hluta sem þú hefðir viljað gera öðruvísi.