Gamall vinur
Skrifaðu lista yfir krakka sem þú kynntist í leik- eða grunnskóla og hefur ekki hitt í mörg ár. Veltu fyrir þér hvað gæti hafa orðið um þá. Hvar ætli þeir búi? Hvernig líta þeir út í dag? Við hvað starfa þeir eða eru þeir í námi?
Skrifaðu lista yfir krakka sem þú kynntist í leik- eða grunnskóla og hefur ekki hitt í mörg ár. Veltu fyrir þér hvað gæti hafa orðið um þá. Hvar ætli þeir búi? Hvernig líta þeir út í dag? Við hvað starfa þeir eða eru þeir í námi?
Notaðu persónu sem þú hefur þegar skapað (t.d. í verkefninu Innri maður eða Eyðublað) og komdu henni fyrir í umhverfinu sem þú lýstir í æfingunni Tónlist eða Tívolí, tívolí, tívolí, lí, lí. Segðu stutta sögu af þessari persónu.
Hvaða lög þykja þér ósanngjörn? Myndirðu breyta þeim ef þú gætir?
Þetta skemmtilega verkefni er að finna á Vísindavefnum:
Verkefnið felst í að þýða texta úr ensku sem er þýðing á íslenskum texta án þess að hafa frumtextann fyrir framan sig, bera svo saman „afþýðinguna“ (íslensku), frumtextann og ensku þýðinguna. Með samanburði má draga ýmsar ályktanir er varða orðaval, orðaröð, þýðingarhefð, málnotkun, stíl og jafnvel andrúmsloft.