Bullorð

Bullorð

Nú skaltu yrkja ljóð sem inniheldur að minnsta kosti fimm „heimatilbúin“ nýyrði, þ.e. orð sem þú hefur búið til sjálf/ur.

 

Þetta er svo mikil klisja

Þetta er svo mikil klisja

Teldu upp fimm málsgreinar sem gætu flokkast sem „klisjur“. Svona er hugtakið útskýrt í Íslenskri orðabók:

klisja, klissja -u, -ur KVK

  • endurtekin og útslitin orð eða orðasambönd
  • (í listum, fræðum, stjórnmálum o.s.frv.) ófrumleg efnistök, viðhorf

Dæmi um klisjur: „Það var dimmt og drungalegt…“ „Hann kom eins og riddari á hvítum hesti…“

Þegar þú hefur tínt til fimm útslitin orðasambönd skaltu gera tilraun til að umorða málsgreinarnar þannig að þær séu ögn frumlegri.

Óendanlegir möguleikar

Óendanlegir möguleikar

Fjöldi setninga í málinu er óendanlegur. Í þessari æfingu gætir þú vel myndað setningu sem enginn hefur sagt eða skrifað áður! Málfræðingurinn Noam Chomsky skrifaði þessa: „Colorless green ideas sleep furiously“. Þú getur kynnt þér Chomsky og kenningar hans nánar hér. Þó að þessi setning sé hálfgerð merkingarleysa er hún málfræðilega tæk.

Nú skalt þú leika sama leik. Myndaðu setningu sem er málfræðilega rétt en merkingin aukaatriði.

Ljótleiki

Ljótleiki

Skrifaðu um eitthvað sem mörgum þykir ósmekklegt eða beinlínis ljótt (vörtur, jólapeysur…) en reyndu að sjá fegurðina í því og lýsa henni.