Ljóð – ævintýri
Allir skrifa 5 stakar setningar sem tengjast „Rauðhettu“. Þær þurfa ekki að vera í samhengi. Hver og einn velur eina úr. Kennari tekur við þeim (ein lína frá hverjum nemanda) og raðar saman. Úr verður ljóð.
Allir skrifa 5 stakar setningar sem tengjast „Rauðhettu“. Þær þurfa ekki að vera í samhengi. Hver og einn velur eina úr. Kennari tekur við þeim (ein lína frá hverjum nemanda) og raðar saman. Úr verður ljóð.
Rifjaðu upp ævintýri sem þú þekkir vel. Ef þér dettur ekkert í hug getur þú valið eitthvert af þeim sem finna má á Snerpu.[1] Í slíkum sögum er sjaldnast dvalið við smáatriði. Taktu fyrir einn atburð í sögunni og lýstu nánar. Ef „Búkolla“ yrði fyrir valinu gætir þú t.d. lýst því nánar þegar bóndasonurinn verður var við skessurnar eða þegar nautið mígur til að slökkva bálið.
Skrifaðu eina efnisgrein um líðan þína þessa stundina.
Ímyndaðu þér að einhver standi fyrir utan og horfi á þig inn um glugga. Skrifaðu eina efnisgrein í þriðju persónu þar sem þér er lýst með augum þess sem er fyrir utan.
Hver er elsta manneskja sem þú hefur hitt? Segðu frá henni í nokkrum orðum.
Við hittum fólk í þjónustustörfum nánast á hverjum degi.