Stutt |
Veldu eina af eftirfarandi setningum, málsgreinum eða efnisgreinum og skrifaðu sleitulaust í tuttugu mínútur. Þér er óhætt að breyta þeim lítillega ef þess gerist þörf.
- „Láttu ekki svona,“ sagði pabbi og ranghvolfdi í sér augunum. „Þú átt bara einn bróður.“
- Ég er örvhentur.
- [Nafn] hafði alltaf verið svarti sauðurinn í fjölskyldunni. Hvernig ætlaði hún að snúa sig út úr þessu?
- Húsið var að hruni komið.
- Mér gengur illa að sofna.
- Hann var alltaf valinn fyrstur.
- Jólatréð í stofunni lá á hliðinni.
- „Ég beið við lúguna,“ sagði hún og missti lyklana.
- Kistan var á útsölu.
Umhverfi |
Hripaðu niður ýmsar hugmyndir um tívolí eða skemmtigarða. Leiddu hugann að hringekju, spéspeglum, rússíbana, draugahúsi, spákonu, speglasal, parísarhjóli, klessubílum, skotbökkum eða hverju svo sem má finna á slíkum stað.
Skrifaðu stutta frásögn í 1. persónu um óhugnanlegan atburð sem gerist í skemmtigarði. Hér þarf ekki að byrja á byrjuninni. Þú getur dregið lesandann inn í atburðarásina miðja.
Umhverfi |
Ímyndaðu þér tvíbura sem búa undir sama þaki en í hvor í sínu herbergi. Þeir eiga fátt sameiginlegt nema útlit og aldur, eru sem sagt afar ólíkar týpur. Lýstu herbergjunum þeirra þar sem skín í gegn hvaða mann þeir hafa að geyma.
Umhverfi |
Veldu lag (helst án texta), lokaðu augunum og hlustaðu á tónlistina sem ómar. Skrifaðu eina efnisgrein um umhverfið sem þú sérð fyrir þér. Endurtaktu leikinn en veldu annað lag sem er ólíkt hinu.