Tveir listar

Tveir listar

Skrifaðu lista yfir þrjú til fimm skipti sem þú hefur logið að einhverjum.

Dagblöð og hvers kyns fréttamiðlar eru ótæmandi uppspretta hugmynda. Finndu fjórar fyrirsagnir sem hreyfa við þér. Skráðu þær niður.

Í fáum dráttum

Í fáum dráttum

  1. Svaraðu eftirfarandi spurningum í stuttu máli. Stundum dugar eitt orð.
    • Hvað heitir nágranni þinn (sá fyrsti sem kemur upp í hugann)?
    • Hvaða mat myndir þú aldrei leggja þér til munns?
    • Nefndu eitthvað sem þú hefur fundið í vasanum á einhverri flík alveg óvænt.
    • Nefndu eina bók hefur þú lesið nýlega eða bíómynd sem þú hafðir gaman að.
    • Hvað er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar þú hugsar um náttúru?
    • Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
    • Hvað er það sem fólk veit almennt ekki um þig?
  2. Skrifaðu stutta sögu (eina blaðsíðu). Einu skilyrðin eru að orðin, sem komu fram í svörum þínum, megi finna í sögunni. Þau þurfa ekki að koma fyrir í réttri röð.
Litróf

Litróf

Hvaða litur kemur upp í hugann þegar þú hugsar um nafnið þitt? Hvers vegna? Þú getur til dæmis velt fyrir þér hljóðunum í nafninu eða merkingu þess. Skrifaðu nokkrar línur.

Hvað heitir þú?

Hvað heitir þú?

Búðu til nokkrar setningar með því að nota eingöngu stafi úr nafninu þínu.

  • Dæmi: Sigríður Jónsdóttir – Nói ruddi snjóinn í nótt/Grjónin sugu í sig sótið/Dísir rigsuðu í stóru sundi.

 

Kæri sáli – hópvinna

Kæri sáli – hópvinna

Hér að neðan má sjá fjögur ólík bréf. Veljið eitt þeirra til að vinna með.

  1. Lesið bréfið. Gerið lista yfir persónur sem koma við sögu, gefið þeim nöfn og ákvarðið aldur. Þið getið bætt við persónum ef þörf krefur. Komið ykkur saman um hvar þetta á sér stað og hvenær (umhverfi og tími). Hvað hefur gerst? Hvernig verður framhaldið?
  2. Hver nemandi í hópnum velur sér persónu til að segja söguna (sjónarhorn). Hver er hver? Allir eiga að vera með mismunandi persónu – ólíkt sjónarhorn.
  3. Skrifið fyrstu persónu frásögn (eintal) í nafni persónunnar sem þið völduð. Hvaða skoðun hefur hún á málinu? Hvernig líður henni? Hvernig lýsir hún samskiptum sínum við hinar persónurnar? (Hálf til ein blaðsíða).