7-9-13

7-9-13

Af Vísindavefnum:

Talan sjö hefur einnig lengi verið talin sérstök heillatala. Hún er samsett úr tölunum þremur – tölu heilagrar þrenningar, tákni himinsins – og fjórum – tölunni sem myndar ferninginn, tákni jarðarinnar. Saman mynda þær tölu alheimsins, himins og jarðar, töluna sjö. Samkvæmt gömlum hugmyndum býr sjö yfir óvenjulegum töframætti og í tölunni er sjálf lífshrynjandin fólgin.

Nú átt þú að skrifa sögu í 9 til 13 línum en málsgreinarnar í sögunni mega eingöngu innihalda sjö orð.

 

Niðurskurður

Niðurskurður

  1. Skrifaðu um persónu sem er að brjótast inn einhvers staðar.
  2. Lestu textann aftur og strokaðu út öll lýsingar- og atviksorð.
  3. Hvaða áhrif hefur það á framvinduna?
Bara á íslensku

Bara á íslensku

Jæja, unglingaveiki, hjón, nenna, duglegur, gluggaveður, víst, jú, frekur, skárri, skreppa, feigur, vesen, takk fyrir mig (um mat), sólarhringur, mánaðamót, inniskór, redda eru dæmi um orð sem erfitt er að þýða, að minnsta kosti yfir á ensku.

  1. Getur þú bætt einhverjum orðum á listann?
  2. Snúum dæminu við, hvaða orð úr ensku er ekki búið eða jafnvel ekki hægt að þýða yfir á íslensku?
  3. Hvernig mætti þýða orðin/orðasamböndin í lið 2? Ef til vill þarftu að búa til ný orð.