Fórnarlömb
Kristín Marja Baldursdóttir rithöfundur sagði:
Ég var þrettán ára þegar ég fór að fara í leikinn minn, sem fólst í því að taka manneskju fyrir, skrifa allt um hana sem ég vissi og reyna að raða saman brotunum. Þetta var í anda Sherlock Holmes, að finna karakterinn með því að ráða í ytri tákn og einkenni fórnarlambanna. Ég tók margar persónur fyrir, unga sem aldna (bls. 144).1
Taktu Kristínu Marju þér til fyrirmyndar og veldu fórnarlamb í strætó, á kaffihúsi eða biðstofu sem þú þekkir ekkert. Fylgstu vel með því. Punktaðu jafnvel hjá þér athugasemdir um útlit, framkomu og málfar. Þú getur notað eyðublaðið úr æfingunni Að skapa persónu.
- Pétur Blöndal og Kristinn Ingvarsson (ljósmyndir). (2007). Sköpunarsögur. Reykjavík: Mál og menning. [↩]