Það snjóar bara og snjóar

Það snjóar bara og snjóar

Sumir segja að til séu að minnsta kosti 100 orð yfir snjó á íslensku. Hér eru nokkur dæmi: mjöll, nýsnævi, él, hraglandi, áfreða, brota, ísskel, fastalæsing, kafsnjór, kafaldi, krap, snjógangur, hundslappadrífa, ryk hjaldur, kaskahríð, slydda, kóf…

Reyndu að búa til lista með 20 orðum hið minnsta um eitthvert fyrirbæri, t.d. sorg, ást eða þrá.

 

Játning

Játning

Skrifaðu um samskipti prests og sóknarbarns sem óskar eftir að fá fyrirgefningu synda sinna.

Sex orð

Sex orð

Þessa færslu er að finna á Lemúrnum:

Þær eru ófáar skemmtisögurnar sem fara af bandaríska Nóbelsverðlaunahöfundinum Ernest Hemingway. Margar þeirra eru reyndar nokkuð ýktar, jafnvel hreinar lygar.

Með betri sögum sem fara af Hemingway er þegar hann ákvað að veðja við nokkra starfsbræður sína úr rithöfundastétt að hann gæti skrifað smásögu sem væri aðeins sex orð að lengd – en gæti engu að síður fengið lesendur til að bresta í grát. Þetta er það sem Hemingway skrifaði:

Það þarf vart að taka fram, að Hemingway vann veðmálið og græddi tíu dollara. Rithöfundarnir sem sátu með honum á veitingastaðnum Luchow’s í New York á fyrri hluta 3. áratugar síðustu aldar… fóru allir að skæla. Skiljanlega.

Nú mátt þú spreyta þig á að skrifa sögu í sex orðum eins og Hemingway.

Þú getur svo prófað að fjölga orðunum og segja sömu sögu í einni efnisgrein. Því næst má lengja hana svo hún verði ein síða.

Í gegnum linsu

Í gegnum linsu

Myndir segja meira en mörg orð en þú átt að skrifa sögu sem byggir á mynd að eigin vali. Hér má t.d. finna myndabanka með áhrifamiklum myndum.