Heimskulegt

Heimskulegt

Stundum segja kennarar: „Engin spurning er asnaleg.“ Gætir þú samt sem áður samið tíu ansnalegar spurningar?

 

Hæka

Hæka

Þetta segir Guðmundur Andri Thorsson um hækur:

Að nota sem fæst orð og sem knappast form til að segja eitthvað og gera það þá á eins yfirlætislausan og einfaldan hátt og hægt er en vera þó að vera að segja eitthvað, nálgast núllpuktinn í stíl. Það er nauðsynlegt fyrir mig sem hef vissa tilhneigingu til að flúra hlutina, ég blaðra svolítið mikið,“ segir hann og hlær við. „Það má líka segja að hækan sé þriggja hljóma lagið, þriggja hljóma popplagið.“

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1613691/

Getur þú ort hæku?

Fíll og beinagrind

Fíll og beinagrind

Stundum talar fólk um „bleika fílinn í stofunni“ og á þá oftast við eitthvað sem allir vita um, oftast einhvers konar vandamál, sem enginn vill ræða. Annað orðtak sem hefur ratað inn í íslenskuna er að hafa „beingrind í skápnum“. Þá er átt við að verið sé að fela eitthvað.

Skrifaðu samtal milli persóna sem vísvitandi sneiða hjá einhverju umræðuefni, loka augunum fyrir „bleika fílnum“ eða reyna að breiða yfir eitthvað, kannski „beinagrind í skápnum“.