Skilti

Skilti

Heimilislaust barn stendur á götuhorni með skilti. Það sem stendur á skiltinu vekur athygli þína svo þér finnst þú verða að staldra við. Hvað stendur á skiltinu? Hvað fer ykkur á milli?

 

Safnið

Safnið

Safn sem ber heitið Kvöl og pína hefur verið sett á laggirnar. Hvað er þar til sýnis? Hver segir frá? Er það safnvörður, gestur, barn eða einhver sem horfir inn um glugga af götunni? Veldu sjónarhorn.