Svið og salur

Svið og salur

Skrifaðu um sama atburð frá ólíkum sjónarhornum. Önnur persónan er um það bil að stíga á svið en hin situr úti í sal. Hvað fer í gegnum huga þeirra? (50 til 100 orð fyrir hvora)

Að þysja inn

Að þysja inn

Prófaðu að skrifa umhverfislýsingu þar sem sjónarhornið er vítt og svo smám saman þrengist það. Þú gætir t.d. ímyndað þér að þú værir að horfa á land úr flugvél, þá lækkar hún flugið og þú sérð móta fyrir þorpi, þá götum, húsum og svo „ferðast“ þú inn í hús og inn í herbergi og þar er manneskja.

Víkingaöld

Víkingaöld

Hver værir þú á landnámsöld? Skrifaðu fyrstu persónu frásögn um dag í lífi þínu. Ertu lögsögumaður, goði, bóndi, ambátt eða þræll? Ekki gleyma að segja frá tilfinningum þínum.