Sjón sagði einhvern tímann:
Ég hef notað drauma sem efni í ljóð og sögur alveg frá upphafi – frá því ég sendi frá mér fyrstu ljóðabókina 15 ára. … Ef ég nota ekki drauma beinlínis, þá styðst ég við tungumál draumsins.1
Rifjaðu upp eitthvað sem þig dreymdi nýlega. Skrifaðu sögu byggða á draumnum. Reyndu að gera hana trúverðuga þó að draumurinn hafi ef til vill verið undarlegur. Leggðu áherslu á smáatriði og leitastu við að skapa raunverulegar persónur. Hvað sem öðru líður, ekki ljóstra því upp að þetta hafi verið draumur.
- Pétur Blöndal og Kristinn Ingvarsson (ljósmyndir). (2007). Sköpunarsögur. Reykjavík: Mál og menning. [↩]