Æfingar

Flokkur > Form

Á fjórðu hæð við umferðargötu

Bílarnir hnipra sig á stæðinu
eins og hræddar skjaldbökur
eða mýs.
Mig langar niður til þeirra
og strjúka þeim.

(Vilborg Dagbjartsdóttir)

Hermdu eftir Vilborgu. Þú átt að yrkja ljóð þar sem einhverju farartæki er líkt við lifandi veru.

two blue parked vehicles near running bus and yellow-green truck aerial photography

Markmið æfingar

Að yrkja ljóð með annað ljóð til hliðsjónar. Það er auðvelt að „hreyfa sig innan rammans“. Hér mætti alveg eins nota brot úr dægurlagatexta svo dæmi sé tekið.