Æfingar

Flokkur > Form

Hugarkort

Punktaðu hjá þér fimm til tíu orð sem koma upp í hugann. Veldu eitt af þessum orðum sem þú telur að geti kveikt hugmynd að sögu. Skrifaðu í framhaldinu önnur fimm orð eða setningar sem þér hugkvæmist og tengjast orðinu sem þú valdir. Notaðu þetta hugarkort til að skrifa ágrip af smásögu.

person in yellow hijab writing on white paper

Markmið æfingar

Að henda reiður á hugsunum sínum, kannski verður hægur leikur að byrja að skrifa með slíkt kort í fórum sér. Eins og einhver sagði: „Ég veit ekki hvað ég hugsa fyrr en ég hef skrifað það niður og lesið það“. Hér má velta vöngum yfir smásagnaforminu.