Æfingar

Flokkur > Form

Sögulegt en uppdiktað

Skrifaðu sögu einhvers fyrirbæris. Þá er ekki átt við að þú eigir að afla þér upplýsinga um fyrirbærið heldur á þetta að vera uppspuni frá rótum. Þetta getur verið hvað sem er, „saga bláberjaskyrs á Íslandi“ eða „saga búálfsins“.

Markmið æfingar

Að skrifa „fræðilegan“ texta en skáldaðan. Hér væri hægt að fletta upp í alfræðiorðabók til að fá hugmynd um stílinn.