Veldu leikverk sem þú þekkir vel til að spinna við. Ekki er verra ef þú hefur aðgang að handritinu. Notaðu eigið hugmyndaflug og hugrenningatengsl til að skapa nýjan sviðstexta sem kviknar við lesturinn. Hér eru nokkrar hugmyndir:
Það væri hægt að
- breyta endinum.
- spinna við verkið með sömu persónum.
- skrifa senu og bæta við persónum sem minnst er á í verkinu eða búa til nýjar.
- búa til nýjar persónur sem byggja á þeim sem eru í hinu verkinu.