Æfingar

Flokkur > Hópvinna

Allt upp í loft

Allir í hópnum skrifa tvær málsgreinar hver eða tvö orð, hvort á sinn miðann. Hver og einn vöndlar saman báðum miðum og hendir þeim upp í loft eða þvert yfir stofuna. Þá eiga allir að ná sér í tvo miða og lesa það sem á þeim stendur. Ef einhver hefur fengið sinn miða aftur á sá hinn sami að skipta. Þá fá allir nokkurra mínútna umhugsunarfrest og að þeim loknum eiga allir að skrifa í fimm mínútur án þess að stoppa.

Önnur útfærsla er að láta nemendur skrifa stutta persónulýsingu á einn miða, umhverfislýsingu á næsta og svo tíma á þann þriðja. Það borgar sig að láta þá kasta einni pappírskúlu í einu (svo allir fái persónu, umhverfi og tíma). Svo skrifa nemendur sögu um persónuna sem þeir fengu í því umhverfi sem hún „lendir“.

brown and multicolored hot air balloon

Markmið æfingar

Að deila hugmyndum með öðrum og vinna úr einhverju óvæntu. Að standa upp frá borðinu sínu...