Æfingar

Flokkur > Hópvinna

Klippa – glíma

Ljósritaðu tvær síður úr skáldsögu. Klipptu út stök orð, setningar og málsgreinar og stingdu í umslag. Skiptu um umslag við þann sem situr fyrir aftan þig. Þá hefst glíman við orðin. Raðaðu orðunum handahófskennt upp aftur. Það má búast við að útkoman verði algjört bull á köflum en stundum verða til óvæntar tengingar sem gaman er að vinna með áfram. Veldu áhugaverðustu setningarnar eða setningarbútana úr og skrifaðu efst á blað. Prófaðu að spinna texta út frá þessum hugmyndum með því að skrifa í fimm mínútur án þess að stoppa.

orange handle scissors on blue textile

Markmið æfingar

Að leika sér að orðum og setningum - stundum koma gullkorn...