Sjón sagði frá því í viðtali hvernig hann lék sér með tungumálið:
Einn af leikjunum sem við iðkuðum var frábært lík eða „exquisite corpse“. Þá skrifar maður eina línu, brýtur blaðið, næsti skrifar og svo koll af kolli, án þess að nokkur hafi hugmynd um hvað hinir skrifuðu.((Pétur Blöndal og Kristinn Ingvarsson (ljósmyndir). (2007). Sköpunarsögur. Reykjavík: Mál og menning.))
Hér er svipaður leikur með nánari fyrirmælum:
Eftirfarandi spurningum er varpað fram, einni í einu. Hver og einn svarar spurningunni, brýtur blaðið og réttir næsta manni. Síðan svarar nemandinn næstu spurningu og leikur sama leikinn þar til öllum spurningum hefur verið svarað. Þá er slétt úr örkunum og sögurnar skrifaðar upp með því að tengja málsgreinarnar saman. Í lokin eru sögurnar lesnar upp.
- Hver er hann/ hún/ það?
- Hvar er hann/ hún/ það?
- Hvað er hann/ hún/ það að gera?
- Hvað sagði hann/ hún/ það?
- Hvað sagði hann/ hún/ það við fólkið?
- Hvernig endar sagan?