Á vef MMS eru þessar upplýsingar um handritagerð:
« HugtökÞegar handrit er ritað þá er það sett inn í mjög ákveðið form þar sem notast er við ákveðna
leturgerð í ákveðinni stærð. Ef uppsetningunni er fylgt út í æsar má gera ráð fyrir því að ein
síða í handritinu verði að einni mínútu í myndinni sem gerð verður eftir því.
Þar sem handrit voru upphaflega skrifuð á ritvél er notast við þá leturgerð sem algengust var
í ritvélum fortíðarinnar Courier í 12 punkta stærð með 12 punkta bili milli lína.
Þegar byrjað er á því að skrifa atriði eru fyrst settar niður upplýsingar um hvort atriðið gerist
úti eða inni. Hvernig umhverfið er í einu orði og hvaða tími dags. Notast er við HÁSTAFI.
Þar á eftir fer lýsing á því sem gerist í atriðinu.
Það sem persónur segja er skotið á milli og jafnað við miðju. Nafn persónunnar er ritað með
HÁSTÖFUM og fyrir neðan það í sviga tekið fram ef viðkomandi sýnir ákveðnar tilfinningar og
í kjöfarið á því koma þau orð sem persónan segir.