Sérstök lög og reglur gilda um nafngiftir á Íslandi sbr. https://island.is/nafngjof.
Reglur um íslensk mannanöfn segja meðal annars að nöfn skuli:
- taka eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í málinu,
- falla að íslensku málkerfi og ritvenjum og
- ekki valda þeim ama sem það ber.
Hver maður getur ekki borið fleiri en þrjú eiginnöfn.
Á vef Þjóðskrár má auk þess finna eftirfarandi upplýsingar:
Fullt nafn einstaklings er samsett úr eiginnafni/nöfnum, millinafni ef við á og kenninafni/nöfnum. Jafnframt er ávallt skráð birtingarnafn sem er takmarkað við 44 stafbil og er það nafn sem er miðlað áfram til þjónustuveitenda og er það nafn sem opinberir aðilar og einkaaðilar sjá í sínum kerfum. Auk þess er skráð svokallað miðlað nafn sem er 31 stafbil fyrir þjónustuveitendur sem ekki dreifa birtingarnafni.
Dæmi:
- Fullt nafn: Sigurður Jón Hafnfjörð Hróbjartsson Margrétarson (48 stafbil)
- Eiginnafn/nöfn: Sigurður Jón
- Millinafn: Hafnfjörð
- Kenninafn/nöfn: Hróbjartsson Margrétarson
- Birtingarnafn: Sigurður Jón H. Hróbjartsson Margrétarson (41 stafbil)
- Miðlað nafn: Sigurður Jón H. H. Margrétarson (31 stafbil)