Stutt, hnitmiðuð saga, oftast með þröngt sögusvið, fáar persónur og einfalda atburðarás; endar oft með einhvers konar afhjúpun sem varpar ljósi á víðara svið. Sagnasafnið Il Decamerone (1348–53) eftir G. Boccaccio er talið marka upphaf nútíma smásagnagerðar. Grasaferð (1847) Jónasar Hallgrímssonar er gjarnan nefnd fyrsta íslenska smásagan (Úr Íslensku Alfræðiorðabókinni).
« Hugtök