Æfingar

Flokkur > Leikur

Að brjóta blað í sögu – samvinna

Hér eiga sex nemendur að vinna saman. Hefjið leikinn á því að brjóta blað eins og harmonikku í sex hluta. Sá sem tekur við blaðinu má ekki sjá það sem hinn/hinir hafa skrifað.

Svarið eftirfarandi spurningum (ein á mann):

  1. Hver var hann/hún/það?
  2. Hvar var hann/hún/það?
  3. Hvað var hann/hún/það að gera?
  4. Hvað sagði hann/hún/það?
  5. Hvað sagði hann/hún/það við fólkið?
  6. Hvernig endar sagan?

Sá sem byrjaði les söguna upphátt fyrir hina.

assorted-color paper pieces on white surface

Markmið æfingar

Að skapa óvænt tengsl milli setninga. Kannski nýtist einhver þeirra sem kveikja að öðru ritverki.