Æfingar

Flokkur > Leikur

Í fáum dráttum

  1. Svaraðu eftirfarandi spurningum í stuttu máli. Stundum dugar eitt orð.
    • Hvað heitir nágranni þinn (sá fyrsti sem kemur upp í hugann)?
    • Hvaða mat myndir þú aldrei leggja þér til munns?
    • Nefndu eitthvað sem þú hefur fundið í vasanum á einhverri flík alveg óvænt.
    • Nefndu eina bók hefur þú lesið nýlega eða bíómynd sem þú hafðir gaman að.
    • Hvað er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar þú hugsar um náttúru?
    • Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
    • Hvað er það sem fólk veit almennt ekki um þig?
  2. Skrifaðu stutta sögu (eina blaðsíðu). Einu skilyrðin eru að orðin, sem komu fram í svörum þínum, megi finna í sögunni. Þau þurfa ekki að koma fyrir í réttri röð.
person wearing black denim bottoms near on body of water during daytime

Markmið æfingar

Að kveikja hugmynd að sögu - leikur að orðum.