Æfingar

Flokkur > Minnisbókin

Fjöruferð

Sjávarloftið er frískandi og það má alltaf finna gersemar í fjöruborðinu. Fáðu þér göngutúr niður að sjó. Hafðu poka eða tösku meðferðis. Tíndu í hann steina, skeljar, kuðunga, þang eða einhvern hlut sem hefur skolað á land. Ekki hirða hvað sem er, veldu vandlega það sem vekur athygli þína. Þegar heim er komið ættirðu að hafa eitthvað tvennt eða þrennt í fórum þér.

Leggðu hlutina fyrir framan þig og skrifaðu sleitulaust í fimm mínútur um hvað svo sem kemur upp í hugann þegar þú horfir á þessa hluti eða handfjatlar þá. Það má vera samhengislaust, þú þarft ekki að hafa áhyggjur af stafsetningu eða greinarmerkjum – getur jafnvel sleppt þeim ef þér finnst það þægilegra.

Lestu yfir. Veldu tvær setningar sem þér finnst standa upp úr. Geymdu þær á vísum stað – það er aldrei að vita nema þú grípir til þeirra síðar.

white and brown seashell on black denim jeans

Markmið æfingar

Að skrifa út frá kveikju - óheft flæði í ritun.