Æfingar

Flokkur > Minnisbókin

Fórnarlömb

Kristín Marja Baldursdóttir rithöfundur sagði:

Ég var þrettán ára þegar ég fór að fara í leikinn minn, sem fólst í því að taka manneskju fyrir, skrifa allt um hana sem ég vissi og reyna að raða saman brotunum. Þetta var í anda Sherlock Holmes, að finna karakterinn með því að ráða í ytri tákn og einkenni fórnarlambanna. Ég tók margar persónur fyrir, unga sem aldna (bls. 144).1

Taktu Kristínu Marju þér til fyrirmyndar og veldu fórnarlamb í strætó, á kaffihúsi eða biðstofu sem þú þekkir ekkert. Fylgstu vel með því. Punktaðu jafnvel hjá þér athugasemdir um útlit, framkomu og málfar. Þú getur notað eyðublaðið úr æfingunni Að skapa persónu.

  1. Pétur Blöndal og Kristinn Ingvarsson (ljósmyndir). (2007). Sköpunarsögur. Reykjavík: Mál og menning. []
black and brown leather sandals

Markmið æfingar

Að skapa persónueinkenni.