Komdu þér fyrir einhvers staðar í fjölmenni, t.d. við fjölfarna götu eða í verslunarmiðstöð. Tylltu þér með minnisbók í hönd og gerðu skissu af fólkinu sem á leið hjá. Ekki með því að teikna mynd heldur með orðum. Lýstu þremur manneskjum hið minnsta. Hyggðu að smáatriðum eins og handahreyfingum, klæðnaði, orðavali. Reyndu að skrifa án þess að fella dóma um viðkomandi. Láttu lýsinguna tala sínu máli.
Æfingar
Flokkur > Minnisbókin
Skissa
Markmið æfingar
Að taka eftir og lýsa.