Æfingar

Flokkur > Orðalag

Að láni

Finndu texta sem hrífur þig. Fáðu upphafsorðin að láni og notaðu þau sem byrjun á þínu eigin verki. Ef þú vilt heldur nota síðustu setninguna gætirðu notað hana sem lokasetningu í textanum þínum. Önnur leið er að klippa eina setningu eða málsgrein út úr lengri texta og vinna með hana, óháð því hvar hana er að finna. Þá mætti stytta sér leið með því að fletta upp í tilvitnanabókum þar sem spakyrðum hefur verið safnað saman.

six white goose

Markmið æfingar

Að nota orð annarra sem innblástur. Hugtökin ritstuldur og stílbragðið vísun gætu komið upp í umræðum.