- Opnaðu Snöru og flettu upp sveitarfélagi eða borg sem þú hefur komið til og getur lýst í smáatriðum, þó ekki heimabænum þínum eða stað sem þú ert samdauna.
- Skrifaðu lista yfir ýmislegt sem þér finnst einkenna þennan stað. Ekki gleyma skrýtnum smáatriðum sem gætu farið framhjá öðrum. Taktu eftir matarvenjum íbúanna, fólkinu, málfari og málvenjum, veitingastöðum og verslunum, veðrinu, siðunum eða hverju því sem vakti athygli þína á umræddum stað. Skáldaðu í eyðurnar!
- Lestu færsluna um staðinn í Alfræðiorðabókinni á Snöru. Veittu því athygli hvernig upplýsingunum er komið á framfæri. Textinn er formlegur og fremur þurr því hann einkennist oftar en ekki af upptalningum. Punktaðu hjá þér hvaða áhrif slíkur texti hefur á lesandann.
- Skrifaðu lýsingu á staðnum í svipuðum dúr. Reyndu að líkja eftir „tóninum“ í orðabókinni. Umfjöllunin þín er skálduð og á að fanga andrúmsloftið þar eða tilfinningu þína fyrir staðnum. Hún þarf ekki að eiga við rök að styðjast.