Æfingar

Flokkur > Orðalag

Bara á íslensku

Jæja, unglingaveiki, hjón, nenna, duglegur, gluggaveður, víst, jú, frekur, skárri, skreppa, feigur, vesen, takk fyrir mig (um mat), sólarhringur, mánaðamót, inniskór, redda eru dæmi um orð sem erfitt er að þýða, að minnsta kosti yfir á ensku.

  1. Getur þú bætt einhverjum orðum á listann?
  2. Snúum dæminu við, hvaða orð úr ensku er ekki búið eða jafnvel ekki hægt að þýða yfir á íslensku?
  3. Hvernig mætti þýða orðin/orðasamböndin í lið 2? Ef til vill þarftu að búa til ný orð.
black Nike slide sandals on swimming pool

Markmið æfingar

Að þjálfa „tungumálavöðvann“.