Æfingar

Flokkur > Orðalag

Fjaðrafok

Horfðu á myndina For the Birds. Skrifaðu niður fyrstu 10 orðin sem koma upp í hugann um leið og myndin endar. Gerðu hring utan um fjögur orðanna (veldu þau sem þér finnst eiga best við). Skrifaðu því næst málsgreinar við hvert orðanna fjögurra sem gætu verið orð sem fuglarnir „mæla af vörum“ eða eitthvað sem þýtur í gegnum huga einhvers þeirra.

closeup photography of two black and white and orange feathers

Markmið æfingar

Að leggja mállausum verum orð í munn. Að setja sig í spor þeirra sem eru utanveltu.