Æfingar

Flokkur > Orðalag

Kostakaup!

Veldu eitt af eftirfarandi fyrirbærum til að lýsa og gerðu tilraunir með orðalagið.

  • Vonskuveður
  • Hellir
  • Brú
  • Foss
  • Sólarlag
  • Tré
  1. Lýstu fyrirbærinu með því að nota löng orð og langar setningar eða málsgreinar. Leitastu við að nota orð sem eru fleiri en eitt atkvæði.
  2. Skrifaðu lýsinguna með því að nota stutt orð og knappar setningar og málsgreinar.
  3. Ímyndaðu þér að þú sért að útskýra fyrirbærið fyrir einhverjum sem hefur aldrei séð það áður.
  4. Skrifaðu auglýsingatexta um fyrirbærið.
withered tree surrounded with snow during daytime

Markmið æfingar

Að gera nokkurs konar stílæfingu og velta fyrir sér ólíkum markmiðum með skrifum, t.d. muninum á að útskýra og auglýsa.