Veldu tilvitnun eða spakmæli sem höfðar til þín. Ef ekkert kemur upp í hugann má styðjast við bækur líkt og Tilvitnanabókina eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur eða app eins og Orð í tíma töluð. Svo má finna ógrynni spakmæla á netinu. Skrifaðu stutta sögu með ákveðna tilvitnun í huga án þess að hún komi beinlínis fram í textanum.
Æfingar
Flokkur > Orðalag
Spakmæli
Markmið æfingar
Að umorða, koma einhverjum boðskap á framfæri án þess að útskýra frá orði til orðs. Það gæti auðveldað nemendum að koma auga á boðskap í verkum annarra þegar þeir hafa glímt við æfingu sem þessa.