Æfingar

Flokkur > Orðalag

Þýða – „afþýða“

Þetta skemmtilega verkefni er að finna á Vísindavefnum:

Verkefnið felst í að þýða texta úr ensku sem er þýðing á íslenskum texta án þess að hafa frumtextann fyrir framan sig, bera svo saman „afþýðinguna“ (íslensku), frumtextann og ensku þýðinguna. Með samanburði má draga ýmsar ályktanir er varða orðaval, orðaröð, þýðingarhefð, málnotkun, stíl og jafnvel andrúmsloft.

Markmið æfingar

Að velta fyrir sér hvort eitthvað glatist úr frumtextanum þegar við þýðum. Auk þess mætti nota tækifærið og ræða um þýðingarhefð og áhrif bakgrunns og nálgunar þýðandans á textann.