Æfingar

Flokkur > Persónusköpun

Í fréttum er þetta helst

Flettu dagblaðinu sem kom inn um lúguna í morgun eða skrollaðu niður fréttasíðu að eigin vali. Leitaðu að frétt sem mætti nota sem efni í sögu. Byrjaðu á því að punkta hjá þér hvaða persónur koma við sögu og veltu fyrir þér hver þeirra ætti að vera í aðalhlutverki. Í hverju felast átökin í sögunni? Kemur það fram í fréttinni eða er það einmitt undanskilið? Hér eiga persónurnar að vera í forgrunni frásagnarinnar.

selective focus photography of newspaper on gray surface

Markmið æfingar

Að skapa persónur og velta fyrir sér hvað það er sem hrindir atburðarás af stað.