Æfingar

Flokkur > Persónusköpun

Innri maður

Hugsaðu um einhvern sem þú þekkir, kunningja, vin eða nágranna. Lýstu viðkomandi, hver eru útlitseinkenni hans eða hennar? Lýstu hreyfingum og klæðaburði. Hvers konar hluti mætti finna í nánasta umhverfi þessarar manneskju? Það er ekki víst að þetta skipti nokkru máli en sumt af því sem kemur fram gæti afhjúpað eitthvað sem lýsir innri manni vel – endurspeglað manngerðina.

Lestu yfir mannlýsinguna og merktu við það sem þér finnst varpa ljósi á manngerðina. Til að reyna að átta sig á hvað af því sem fram kemur í lýsingunni skiptir máli getur verið gagnlegt að spyrja sig af hverju? T.d. af hverju þarf að taka fram að manneskjan sé dökkhærð?

Skoðaðu nánar þá hluta sem þú merktir ekki við. Hvernig mætti breyta þeim þannig að þau smáatriði sem bættu litlu sem engu við mannlýsinguna fái merkingu og endurspegli manngerð þess sem þú ert að fjalla um?

person standing in front of body of water

Markmið æfingar

Að gera tilraunir til að skapa persónu sem er byggð á einhverjum af holdi og blóði. Vigdís Grímsdóttir sagði að mikilvægt sé „að hlusta á umhverfi sitt og fólk – maður er í stöðugum gróða þegar maður hittir fólk. Ég hef alltaf hlustað vel og stolið miklu.“ (Úr: Pétur Blöndal og Kristinn Ingvarsson (ljósmyndir). (2007). Sköpunarsögur. Reykjavík: Mál og menning.)