Veldu eina persónu til að vinna með. Skrifaðu um hana í fimm mínútur þar sem upplýsingarnar sem þú hefur fengið um persónuna koma fram án þess að það sé sagt berum orðum.
Leyfðu sessunaut þínum að lesa textann. Svo á hann að giska á hvaða leyndarmáli persónan þín býr yfir.
- María er hræðilegur kokkur.
- Baldvin svindlaði á prófinu.
- Viktoría þolir ekki Helgu.
- Daði er hræddur við yfirmann sinn.
- Anna öfundar systur sína.
- Guðni kyssti kærustuna hans Jóa.