Æfingar

Flokkur > Persónusköpun

Lög og regla

Hvaða lög þykja þér ósanngjörn? Myndirðu breyta þeim ef þú gætir?

  1. Skrifaðu stutta hugleiðingu um hvers vegna lögin hreyfa við réttlætiskenndinni. Færðu rök fyrir því hvers vegna ætti að breyta þessum lögum. Aflaðu þér gagna máli þínu til stuðnings.
  2. Skapaðu sögusvið þar sem sögumaðurinn neyðist til að fara á svig við umrædd lög.
police minifigure

Markmið æfingar

Að fá útrás með skrifum um það sem stríðir gegn réttlætiskennd manns.