Æfingar

Flokkur > Persónusköpun

Starfsmaður á plani

Við hittum fólk í þjónustustörfum nánast á hverjum degi.

  • Hugsaðu um einhvern sem þú hefur átt samskipti við nýlega, t.d. starfsmann í verslun, bifvélavirkja eða leigubílstjóra.
  • Punktaðu hjá þér öll smáatriði sem koma upp í hugann. „Life is in the details, and so is good fiction.“ Hér þarf að varast staðalímyndir. Reyndu að gleyma öllum fyrirframgefnum hugmyndum sem þú hefur um fólkið sem um ræðir.
person holding coffee with latte cup

Markmið æfingar

Að skapa persónu. Hér gefst tækifæri til að ræða um staðalímyndir í bókum, þáttum og kvikmyndum. Svona er orðið 'staðalímynd' útskýrt í Íslenskri orðabók: Hugmynd sem algengt er að gera sér innan tiltekins hóps um annan hóp, ríki o.s.frv. (oft grundvöllur fordóma) (e. stereotype).