Hér að neðan eru hugmyndir að símtölum. Veldu eina og skrifaðu samtal. Biddu svo einhvern að lesa það upphátt með þér. Þá heyrir þú strax hvort samtalið er eðlilegt.
Mundu að hafa greinaskil í hvert skipti sem „hinn“ tekur til máls. Öll greinarmerki eiga að vera innan gæsalappanna: „Svona.“
- Síminn hringir og persónan ansar. Á hinni línunni er einhver sem tilkynnir persónunni að maki hennar hafi verið henni ótrúr. Persónan þekkir ekki rödd þess sem hringir.
- Þú hefur unnið 100 milljónir í happdrætti. Í hvern hringir þú? Hvað myndirðu segja?
- Síminn hringir. Kunnugleg rödd úr fortíðinni heyrist úr tólinu. Hver er að hringja? Af hverju?
- Persónan tekur upp tólið til að hringja en fær ekki són heldur heyrir hún einhvern hrópa á hjálp.
- Persónan er stödd á kaffihúsi þegar starfsmaður segir henni að það sé síminn til hennar. Þegar hún ansar segir einhver: „Ég fylgist með þér…“
- Góður vinur hringir í þig og segist vilja slíta vinskapnum.