Hér að neðan má sjá fjögur ólík bréf. Veljið eitt þeirra til að vinna með.
- Lesið bréfið. Gerið lista yfir persónur sem koma við sögu, gefið þeim nöfn og ákvarðið aldur. Þið getið bætt við persónum ef þörf krefur. Komið ykkur saman um hvar þetta á sér stað og hvenær (umhverfi og tími). Hvað hefur gerst? Hvernig verður framhaldið?
- Hver nemandi í hópnum velur sér persónu til að segja söguna (sjónarhorn). Hver er hver? Allir eiga að vera með mismunandi persónu – ólíkt sjónarhorn.
- Skrifið fyrstu persónu frásögn (eintal) í nafni persónunnar sem þið völduð. Hvaða skoðun hefur hún á málinu? Hvernig líður henni? Hvernig lýsir hún samskiptum sínum við hinar persónurnar? (Hálf til ein blaðsíða).