Æfingar

Flokkur > Sjónarhorn

Viðtal

Hefur einhver nákominn þér orðið fyrir óvenjulegri lífsreynslu? Biddu viðkomandi um að veita þér viðtal og segja þér allt um málið. Spurðu hann eða hana spjörunum úr. Hér skiptir hvert smáatriði máli (eins og raunar alltaf). Þú getur tekið viðtalið upp á símann þinn eða látið duga að punkta hjá þér.

Skrifaðu lífsreynslusöguna. Hvaða frásagnaraðferð hentar best? Hvaða persónur koma við sögu? Getum við lesið hugsanir þeirra allra eða ef til vill eingöngu aðalpersónunnar? Veltu líka fyrir þér röð atburða. Þarf að segja frá í „réttri röð“?

black cassette tape on white surface

Markmið æfingar

Að velja frásagnaraðferð við hæfi og spá í byggingu sögu.