Æfingar

Flokkur > Stutt

Ekkert ‚e‘

  • Skrifaðu eina efnisgrein án þess að nota bókstafinn ‚e‘.
  • Skrifaðu eina efnisgrein þar sem fyrsta orðið byrjar á ‚a‘, næsta orð á ‚á‘ þá ‚b‘ og svo áfram eftir stafrófinu.
  • Flettu í gegnum orðabók og veldu af handahófi tíu orð sem fanga athygli þína. Skrifaðu þau hjá þér og skrifaðu hálfa síðu. Öll orðin eiga að koma fyrir í textanum þínum.
  • Finndu málsgrein sem inniheldur a.m.k. tíu orð. Það skiptir engu hvaðan hún kemur. Notaðu hvert orð fyrir sig sem upphafsorð hverrar málsgreinar í þínum eigin texta.
blue and yellow letter m

Markmið æfingar

Hér eiga nemendur m.a. að skrifa efnisgrein án þess að nota orð sem innihalda bókstafinn e. En þá reynir virkilega á að finna samheiti og jafnvel umorða heilu og hálfu setningarnar. Það eru ekki bara nýgræðingar sem þurfa að taka á honum stóra sínum þegar kemur að því að orða hlutina svo vel sé. Hannes Pétursson ljóðskáld sagði í viðtali: „orðanotkun er manni sífelld þolraun, þungi orðanna og blæbrigði …“ (bls. 240 í Pétur Blöndal og Kristinn Ingvarsson (ljósmyndir). (2007). Sköpunarsögur. Reykjavík: Mál og menning).