Æfingar

Flokkur > Stutt

Hvað kemur svo?

Veldu eina af eftirfarandi setningum, málsgreinum eða efnisgreinum og skrifaðu sleitulaust í tuttugu mínútur. Þér er óhætt að breyta þeim lítillega ef þess gerist þörf.

  • „Láttu ekki svona,“ sagði pabbi og ranghvolfdi í sér augunum. „Þú átt bara einn bróður.“
  • Ég er örvhentur.
  • [Nafn] hafði alltaf verið svarti sauðurinn í fjölskyldunni. Hvernig ætlaði hún að snúa sig út úr þessu?
  • Húsið var að hruni komið.
  • Mér gengur illa að sofna.
  • Hann var alltaf valinn fyrstur.
  • Jólatréð í stofunni lá á hliðinni.
  • „Ég beið við lúguna,“ sagði hún og missti lyklana.
  • Kistan var á útsölu.
gold bauble on green christmas tree

Markmið æfingar

Það fer svolítið eftir því hvaða lína verður fyrir valinu í hverju æfingin felst. Þær eiga það þó sameiginlegt að auðvelda manni fyrstu skrefin.