Æfingar

Flokkur > Stutt

Nautið mígur

Rifjaðu upp ævintýri sem þú þekkir vel. Ef þér dettur ekkert í hug getur þú valið eitthvert af þeim sem finna má á Snerpu.[1] Í slíkum sögum er sjaldnast dvalið við smáatriði. Taktu fyrir einn atburð í sögunni og lýstu nánar. Ef „Búkolla“ yrði fyrir valinu gætir þú t.d. lýst því nánar þegar bóndasonurinn verður var við skessurnar eða þegar nautið mígur til að slökkva bálið.

[1] https://www.snerpa.is/allt_hitt/netutgafan/

black cow on green grass field under white sky during daytime

Markmið æfingar

Að nota ævintýri sem kveikju og æfa sig að lýsa einhverju nánar. Hér mætti t.d. ræða um stílbragðið vísun.