Æfingar

Flokkur > Tími

Óðinn og félagar

Norræn goðafræði er óþrjótandi brunnur fyrir ritsmiði. Veldu eina af sögunum úr Gylfaginningu og færðu hana í nútímabúning. Hér mætti t.d. nota söguna af borgarsmiðnum (42. kafli í útgáfunni á Snerpu[1]), söguna af Útgarða-Loka (kaflar 45-48 í sömu útgáfu) eða einhverja af sögunum um Loka sem bregður sér í allra kvikinda líki. Sagan af því þegar Freyr fellur fyrir Gerði er líka tilvalin (kafli 37).

Ef þér hugnast ekki að nýta sögurnar sem grunn til að byggja á mætti vel nota æsi, vani og jötna sem fyrirmyndir að persónum sem og þau ýmsu fyrirbæri sem birtast í hinni heiðnu heimsmynd. Hugtakasafn úr norrænni goðafræði má auðveldlega finna á Netinu.[2]

[1] https://www.snerpa.is/net/snorri/gylf.htm

[2] T.d. hér: https://www.snerpa.is/net/snorri/gylf.htm

brown and yellow hammer

Markmið æfingar

Að prófa að staðfæra - setja þekkta goðsögu í nútímabúning.