Æfingar

Flokkur > Umhverfi

Tívolí, tívolí, tívolí, lí, lí

Hripaðu niður ýmsar hugmyndir um tívolí eða skemmtigarða. Leiddu hugann að hringekju, spéspeglum, rússíbana, draugahúsi, spákonu, speglasal, parísarhjóli, klessubílum, skotbökkum eða hverju svo sem má finna á slíkum stað.

Skrifaðu stutta frásögn í 1. persónu um óhugnanlegan atburð sem gerist í skemmtigarði. Hér þarf ekki að byrja á byrjuninni. Þú getur dregið lesandann inn í atburðarásina miðja.

low-angle photography of Ferris Wheel

Markmið æfingar

Að lýsa umhverfi en þessi æfing gæti allt eins átt heima í flokkunum bygging og sjónarhorn, eftir því hvað á að leggja áherslu á.